Dynamics 365 er skýjalausn frá Microsoft sem sameinar CRM og ERP, tengir gögn við ferla og nýtir gervigreind til að flýta ákvarðanatöku. Lausnin hjálpar þínu fyrirtæki að vera skrefinu á undan í samskiptum, sölustýringu og rekstri – og við aðstoðum við innleiðingu sem skilar árangri.
Stjórnun leiða og tækifæra, spá um tekjur og næstu skref. Copilot aðstoðar söluteymi með samantektum á samskiptum, tillögum að næstu aðgerðum og drögum að tölvupóstum.
Öflug erindastýring, þekkingargrunnur og mismunandi samskiptarleiðir. Gervigreind hjálpar til við flokkun erinda, svörun og sjálfvirkar lausnir í þjónustuferlum.
Ferðalög viðskiptavina, nákvæm segmentun og persónusamskipti. AI bætir árangur með betri greiningu, sköpun efnis og tillögum að næstu skrefum.
Utanumhald starfsmanna, leyfi og frammistöðu. Lausnin styður sjálfvirkni í ráðningum og mannauðsferlum; ráðningarhluti (Talent) hefur verið sameinaður og uppfærður.
Sameinað sölukerfi fyrir vef, verslanir og þjónustuver. Stuðningur við vörulista, kassa (POS), pöntunarlínur og persónusamskipti á öllum snertiflötum.
Öflugt ERP fyrir fjárhagslega stýringu, áætlanagerð og samræmingu. Hét áður Dynamics AX; nú með betri sjálfvirkni og innsýn byggða á gervigreind.
Vöruhús, lager, framleiðsla og viðhald með rauntímagögnum. IoT og AI bæta áreiðanleika, spá um eftirspurn og styðja fínstillta birgðastýringu.
