Hafa samband


© 2025 Retric ehf.

Hvað er Dynamics 365?

Dynamics 365 er skýjalausn frá Microsoft sem sameinar CRM og ERP, tengir gögn við ferla og nýtir gervigreind til að flýta ákvarðanatöku. Lausnin hjálpar þínu fyrirtæki að vera skrefinu á undan í samskiptum, sölustýringu og rekstri – og við aðstoðum við innleiðingu sem skilar árangri.

Sala (Dynamics 365 Sales)

Stjórnun leiða og tækifæra, spá um tekjur og næstu skref. Copilot aðstoðar söluteymi með samantektum á samskiptum, tillögum að næstu aðgerðum og drögum að tölvupóstum.

Þjónusta (Dynamics 365 Customer Service)

Öflug erindastýring, þekkingargrunnur og mismunandi samskiptarleiðir. Gervigreind hjálpar til við flokkun erinda, svörun og sjálfvirkar lausnir í þjónustuferlum.

Markaðssetning (Dynamics 365 Customer Insights – Journeys)

Ferðalög viðskiptavina, nákvæm segmentun og persónusamskipti. AI bætir árangur með betri greiningu, sköpun efnis og tillögum að næstu skrefum.

Mannauður (Dynamics 365 Human Resources)

Utanumhald starfsmanna, leyfi og frammistöðu. Lausnin styður sjálfvirkni í ráðningum og mannauðsferlum; ráðningarhluti (Talent) hefur verið sameinaður og uppfærður.

Verslun (Dynamics 365 Commerce)

Sameinað sölukerfi fyrir vef, verslanir og þjónustuver. Stuðningur við vörulista, kassa (POS), pöntunarlínur og persónusamskipti á öllum snertiflötum.

Fjármál (Dynamics 365 Finance)

Öflugt ERP fyrir fjárhagslega stýringu, áætlanagerð og samræmingu. Hét áður Dynamics AX; nú með betri sjálfvirkni og innsýn byggða á gervigreind.

Framboðskeðja (Dynamics 365 Supply Chain Management)

Vöruhús, lager, framleiðsla og viðhald með rauntímagögnum. IoT og AI bæta áreiðanleika, spá um eftirspurn og styðja fínstillta birgðastýringu.

Gervigreind og sjálfvirkni

Copilot í Dynamics 365, Power Automate og Power Apps hraðar upp verkefnum: sjálfvirk skjalavinnsla, samantektir samskipta, efnisgerð og tillögur að næstu skrefum – allt byggt á gögnum þíns fyrirtækis.