Hafa samband


© 2024 Retric ehf.

Ráðgjöf og innleiðingar

Við erum hugbúnaðarsérfræðingar með áratuga reynslu í ráðgjöf, þróun og innleiðingum á hugbúnaði. Við erum sérstaklega góðir í Dynamics 365 en vitum sömuleiðis miklu meira en það.

Við gerum meðal annars:

Greining og ráðgjöf

Við greinum núverandi verkferla og finnum tækifæri til einföldunar eða að heimfæra þá inní þar til gerðar lausnir sem henta.

Innleiðing

Við tökum að okkur að innleiða kerfin hjá viðskiptavinum. Við erum lítið að selja skýjaborgir og bjóðum því raunverulegar lausnir.

Dynamics 365

Okkar þekking er mikil í þessari lausn og getum við einfaldað marga ferla með þessu kerfi en þetta er samt ekki kerfi sem hentar öllum.

PowerApps

Vertu þinn eigin smiður. Við hjálpum þér að finna vandamálið sem þú vilt leysa með PowerApps, eða við græjum hana fyrir þig.

Power BI

Við kunnum að koma gögnunum á rétt snið og framsett á réttum tíma fyrir þig með PowerBI.

Power Automate

Hér getum við tengt saman ólíklegustu hluti og þeir þurfa alls ekki að vera þegar komnir í skýið til að hægt sé að nýta Power Automate.

Power Pages

Einföld leið til að koma upp vefsíðu tengda við gögn fyrirtækisins. Fljótlegt og hentugt fyrir innri vefi.

Power Virtual Agents

Gáfuð spjallmenni frá Microsoft sem tengjast beint í Dynamics svítuna.

Lausnir

Við höfum bæði nokkrar lausnir tilbúnar sem viðbætur inní Dynamics 365 og PowerBI en síðan erum við klárir að smíða lausnir líka.

Hugbúnaðarþróun

Við tökum að okkur forritun á lausnum í .NET core eða .NET classic með eða án viðmóts eftir því hvað hentar þörfum viðskiptavinar.

Kennsla

Ótrúlega mikilvægur þáttur sem gleymist oft, það þarf að kenna svo fólk læri að nota hlutina rétt og fái sem mest útúr lausninni.

„Við smíðum skýjalausnir en ekki skýjaborgir“


01.

GREINING

Finnum út hvernig núverandi ferlar eru í þínu fyrirtæki og hvar megi bæta eða rafvæða ferla (Stafræn umbreyting) og hvaða lausnir myndu henta þínu fyrirtæki.

02.

INNLEIÐING

Sjálf innleiðingin á lausnunum sem henta hverjum viðskiptavini fyrir sig. Unnið í nánu samstarfi við viðskiptavini.

03.

PRÓFANIR

Það er fátt leiðinlegra en þegar hlutir virka ekki eins og þeir eiga að gera. Við leggjum mikið uppúr því að lausnirnar okkar virki vel og skilmerkilega.

04.

KENNSLA

Til að geta notað lausnirnar til fulls er nauðsynlegt að kunna á kerfið og þar kemur kennslan inn sem er hornsteinn sem gleymist oft í innleiðingarferlum.