Vetraruppfærsla Dynamics 365 (Wave 2)
Í byrjun árs birtum við hvað væri væntanlegt í "Wave 1" uppfærslu árið 2020 og nú skal stiklað á því helsta sem snertir okkur í seinni uppfærslu árins í Dynamics 365 fjölskyldunni.
Þessi síðari uppfærsla ársins sem er nefnd "Wave 2" mun innihalda nýjungar og betrumbætur sem verða gefnar út á bilinu október 2020 - mars 2021 og áskilur Microsoft sér rétt til að breyta og bæta auðvitað þessari upptalningu að neðan.
Til þess að geta tekið við þessum nýjungum þarftu að biðja kerfisstjórann að tryggja að uppsetningin þín sé móttækileg fyrir þeim.
Söluhluti (Sales)
- „Email template editor“ uppfærður, loksins hægt að "rich edita" tölvupóst sniðmát í "Unified interface" og meiri að segja setja mynd inní póstinn "löglega".
- Einfaldað "Duplicate Detection & Merge" viðmót - sýnir betur hví spjald er merkt sem duplicate og leyfir að "merge-a" frá viðvörunarglugganum.
- Bætt Tövlupóst upplifun - Hægt að skoða og svara tölvupósti frá "tímalínunni" sem og fá "preview" af viðhengjum tölvupósta. Fítus sem hefur kallað eftir í mjög langan tíma.
- Stofna PDF - Einfaldað, orð sem Microsoft þarf alltaf mikið að nota eftir að þeir kynna nýjan fítus til sögunnar. En spennandi hlutir í gangi í kringum stofnun á PDF skjölum útfrá ýmsum leiðum.
- Söluspár (forecasting) bættar töluvert t.d. með því að skrifa þær niður í entity svo hægt sé að birta á fleiri stöðum sem og nota sem "triggera" í Power Automate. Styðja "multi-currency", custom-entity og fleira spennandi.
- "Sales insight" - Microsoft lofa hér fögrum mælikvörðum í AI Sales insights hlutann sinn.
- "Product visualize" - Auka þjónusta með appi þar sem hægt er að sjá vöru í alvöru umhverfi í þrívídd, veit ekki alveg með þennan fítus og undirritaður á smá bágt eftir að hafa horft á þetta kynningarmyndband hér.
- Uppfært viðmót í síma - Þeir eru að koma með nýtt app sem á að einfalda lífið við að sækja og uppfæra upplýsingar inní CRM kerfið. Nánar um það síðar.
Þjónustuhluti (Service)
- Tímalínu-viðbætur - Myndir inná línunni sýndar, "expand"/"collapse" á færslur í tímalínu ásamt því að sýna leitartexta með "highlights".
- Tímalínu-stillingar - Hægt að stilla tímalínuna enn frekar, fela ákveðnar tegundir og fleira.
- "Rich-text" control innbyggt - Nú geturðu sýnt Bold/italic o.s.frv. fyrir öll stór textabox.
- AI mælir með greinum - Gáfur farnar að mæla með "knowledge" greinum eftir innihaldi erinda.
- Nýtt multi-session app - Hannað til að hjálpa framlínu við að vinna í mörgum málum í einu. Treysti þessum fítus ekki fyrr en sé hann, en vonandi skref í rétta átt í nýja viðmótinu.
- Microsoft er að bæta Omnichannel hlutann, enda verið ónothæfur hingað til.
- "Customer service insights" - Þeir bæta við enn frekari gáfum (AI) til að benda á svipuð erindi og nýja greiningar sýn á erindi.
Markaðslausn (Dynamics 365 Marketing)
- Uppfærður "Customer Journey" ritill - Viðbætur tengdar "customer journey" eiga gera hann notendavænni ásamt samtengingu við "virtual eventa" í Microsoft Teams.
- "Segmentation" einfölduð til muna svo ekki þurfi sérfræðing til að gera flóknari markaðshópa.
- Uppfærður tölvupóst-ritill - Þar sem markaðslausnin er með sérstakan ritil er verið að bæta hann og gera hraðari.
- "Form" möppun á annað en contact eða leads. - Möguleiki sem er gott að sjá að sé kominn.
- "Social posting" - Endurhannaður viðmótshamur á tímasettum "póstum" á samfélagsmiðlum
Power Apps
- Allir í Unified Interface í síðasta lagi 1. des, - MS eru að reyna hjálpa til við það með "transition service"
- Leitin stórbætt, stingur uppá leitarorðum og bættar niðurstöður svo eitthvað sé nefnt.
- Stofna Power App beint úr Teams, sem verður áhugaverð nýjung.
- Stofna vefsíður (canvas-app) og setja þær inní "model driven app" sem verður vægast sagt að teljast mjög spennandi möguleiki.
Power BI
Ýmsar viðbætur sem Microsoft orðar soldið froðu- og skringilenga svo ég ætla ekki að ábyrgjast neina af þeim nema það að nú verður hægt að sjá split view sýn á iPad.
Power Automate
Enn frekari viðbætur og langar helst að nefna "WinAutomation" sem þýðir að þú getur automate-að ferli við "legacy" gluggakerfi í takt við Robotics bylgjuna sem gengur yfir þessi misserin.
Power Virtual Agents
Ung spjall-botta lausn Microsoft sem þeir eru að reyna bæta en engan vegin tilbúin á íslenskan markað.
Microsoft Forms Pro
Það er kannski ágætt að nýta vettvanginn og segja frá því að Microsoft Forms Pro heitir nú Dynamics 365 Customer Voice
Common Data Service
„Microsoft Dataflex Pro“ er nýja nafnið á því sem var áður kallað „Common Data Service“.
Ég veit, stundum hefur maður áhyggjur af því hvað þessir menn eru að gera þarna í US & A.
Atriðin að ofan geta breyst þar sem Microsoft áskilur sér allan rétt til að breyta því sem þeir hafa gefið út að muni koma í uppfærslum.
Retric sérhæfir sig í innleiðingu og ráðgjöf í Dynamics 365 og er ráðgjafar- og húgbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík, leiðandi í þekkingu á þessu sviði.