Dynamics 365: 2020 útgáfa 1
Microsoft gáfu út fyrir ekki svo löngu hvaða uppfærslur verða í boði á tímabilinu apríl – september 2020.
Microsoft gáfu út fyrir ekki svo löngu hvaða uppfærslur verða í boði á tímabilinu apríl – september 2020.
Uppfærslunni er skipt upp í eftirfarandi hluta:
Markaðshluta
- Dynamics 365 Marketing
Söluhluta
- Dynamics 365 Sales – söluhlutinn eins og við þekkjum hann
- Dynamics 365 Sales Insights – Sterkari tengingar við tól eins og Office 365, LinkedIn og Microsoft AI
- Dynamics 365 Product Visualize – Viðbótaveruleiki (e. augmented reality) nýttur fyrir farsíma á borð við iOS til að aðstoða sölufólk og kaupendur á vörum.
Þjónustuhluta
- Dynamics 365 Customer Service – þjónustuhlutinn eins og við þekkjum hann
- Dynamics 365 Customer Service Insights – nýtur aðstoðar Microsoft AI til að vinna enn betur með gögn
- Dynamics 365 Field Service – aðstoðar vettfangsfólki að sinna þjónustu með betri hætti
- Dynamics 365 Remote Assist – nýtir tækni með HoloLens þar sem tæknifólk getur unnið fjarvinnu sem yrði sýnileg fyrir fólk t.d. í þjónustuveri
Skulum aðeins grafa okkur dýpra í markaðs- og söluhlutann og sjá hvernig þeir getur nýst okkur betur.
Dynamics 365 Marketing
Markaðslausnin er undir stöðugri þróun, til hins betra, og er loks farin að geta keppt við samskeppnisaðila á markaði hvað varðar tækni og getu til að verða hið fullkomna markaðstól. Microsoft hefur einbeitt sér að Customer Journey hlutanum og það má ekki eingöngu líta á Dynamics Marketing sem tól sem sendir bara póst heldur er það svo mikið meira.Frekari upplýsingar um möguleika á Dynamics 365 for Marketing má finna hér - https://dynamics.microsoft.com/en-us/marketing/overview/
Þetta eru þeir hlutir sem munu líta dagsljósi í maí:
- Contextual email messages (í ágúst)
- Ability to test-send dynamic email messages
- Automated scheduler
- Compliance made easier
- Improved segment design and management
- Spam checker
- Improved event management experience
- Support for surveys using Microsoft Forms Pro
- Export marketing results data to Excel for further analysis
- Improved email content designer
- Improved customer journey experience
- In-place editing of email and forms
- Discover and use segments from Customer Insights in marketing campaigns
Dynamics 365 Sales
Meginhlutir uppfærslunnar eru- Einfaldleiki – meiri fókus á sölu
- Aukna framleiðni – nota tól til að auka skilvirkni
- Flýta fyrir – nota söluferlið (e. sales process) betur þegar verið er að breyta ábendingu (e. lead) og loka sölutækifærum með hraðari hætti.
- Umbreyta spám (e. forecasting) – byggja sterkari sölupípu og bæta söluspár
Söluspár (e. forecasting)
Stilla söluspár (e. customize forecasts)Dæmi um spá fyrir sölu hjá söluteymi


Sniðmát fyrir tölvupósta (e. email templating)
Hlutir sem hafa verið bættir- Velja sniðmát úr galleríi
- Fá “quick view“ áður en sniðmát hefur verið valið
- Notast við flokka þegar verið er að leita eftir sniðmátum

Bæta við vörur á sölutækifæri
Auðvelda ferlið við að bæta vörum við sölutækifæri- Einfaldara að leita eftir vörum beint vörulista (e. product catalog), mun betri filtering á reiti (e. columns)
- Notast við “inline“ vöruleit
- Hægt að bæta við mörgum vörum í einu, sparar tíma og eykur framleiðni


Betri yfirsýn yfir samskiptum (e. activities)
- Hjálpar þér að finna samskiptin á skemmri tíma
- Ert fljótari að hreyfa þig í gegnum samskiptin
- Notast við Kanban control til að færa tösk á milli staða
- Notast við Calendar control (dagatala sýn) til að auðvelda þér að sjá hvað er að gerast t.d. í dag eða í vikunni
- Betrumbæta “Grid column filtering“, hægt að sía með hjálparorðunum “begins with“, “ends with“ og “contains data“. Ásamt öðrum möguleikum


Vista tilboð eða upplýsingar úr öðrum entity-um með PDF
- Vista sem PDF úr tölvupóst sniðmátum (e. Email Templates)


Vinna með sölutækifæri í Kanban sýn
- Auðveldar þér að færa/draga sölutæki á milli staða
- Eykur yfirsýn með sölutækifærum
Vegna COVID-19 þá hefur Microsoft ákveðið að seinka útgáfu á þessum breytingum fram í maí. Kerfisstjórnendur geta ákveðið sig í apríl hvenær þeir vilja fá þessar breytingar inn.
Áhugaverðir hlekkir:
https://docs.microsoft.com/en-us/dynamics365-release-plan/2020wave1/
https://cloudblogs.microsoft.com/dynamics365/bdm/2020/03/23/our-commitment-to-customers-to-help-ensure-business-continuity/
https://d365goddess.com/dynamics365-2020-release-wave-1-part-1/
https://www.preact.co.uk/blog/50-things-we-learned-from-the-2020-wave-1-release-plans
Ef það er eitthvað sem þú vilt vita meira um uppfærsluna þá ekki hika við að hafa samband við okkur hjá Retric á netfangið info(hjá)retric.is og við munum aðstoða þig að fremsta megni.