Klassískt viðmót á undanhaldi
Viðmótsuppfærsla í vændum sem nauðsynlegt er að huga að
Þróun hjá Microsoft hefur farið mikinn undanfarin misseri og í raun síðan þeir kynntu til sögunnar Dynamics 365 í nóvember 2016, eða fyrir tæpum fjórum árum.
Markmiðið með þeirri breytingu var að færa skýjalausnirnar nær hvor annari og til þess þurfti að gera ákveðna grundvallarbreytingu, eins og t.d. að hætta að kalla kerfið Dynamics CRM og því heldur að víkka sjóndeildarhringinn. Það verður rætt nánar síðar.
Hinsvegar á þessari vegferð hefur viðmót verið oft í umræðunni og að þar hefur þróunarteymi Microsoft þurft að losna við gamla drauga til að hafa tök á að uppfæra viðmót í takt við vefsíðustaðla nútímans sem breytast oftast hraðar heldur en margir halda.
Í síðustu stóru uppfærsl á Dynamics 365, þegar farið var í útgáfu 9.0 var kynnt til sögunnar "einsleitt viðmót" (Unified interface), endurskrifað frá grunni og talsvert nútímalegri en við höfum þekkt hingað til.
Hið nýja viðmót er talsvert sneggra og "léttara" en öll gömlu viðmótin en það eru ákveðnar grundvallarbreytingar sem vert er að fara aðeins yfir.
- 1. Allt stækkar - Sumum finnst það kostur að þurfa þá ekki að rýna of mikið í spjaldið en aðrir sjá það sem ókost þar sem þá kemst minna efni fyrir á síðunni.
- 2. Flipar - Tengt því að allt stækki breytist hvernig "tabs" teiknast og nú velur maður flipa í hausnum í stað þess að skruna niður síðuna og opna þar hvern flipa fyrir sig.
- 3. Pop-up gluggar farnir - Það poppar ekkert lengur upp enda fáir sem elska uppsprengigluggana sem gátu orðið ansi margir í eldra viðmóti.
- 4. Valmyndin fer frá toppi til "vinstri" táar. Þetta minnir nú aftur á hvernig kerfið frá á tímum CRM 1.0 - CRM 2011 en hraðvalið er komið í valmynd vinstra megin á nýjan leik.
- 5. Betra vef-aðgengi "accessibility" - Microsoft heldur áfram að bæta aðgengi síðunnar og nú eru þeir komnir í betra horf í þeim efnum. Hjálpar t.d. þeim sem eiga erfitt með sjón að nota kerfið.
- 6. Mobile vefur - Tengt betra aðgengi þá skalast kerfið betur í minni tæki sem og síma og ipadda en hefur áður gert.
Það þarf hinsvegar að vanda til verka þegar það á að skipta yfir í hið nýja einsleita viðmót. Þar sem þessi viðmótsbreyting er meira en að einn takki hafi færst til þá þarf að tryggja að kerfið hagi sér eðlilega og/eða gera aðlaganir svo hlutir virki eðlilega þegar skipt hefur verið yfir eða kerfið uppfært.
Við hjá Retric ehf. aðstoðum viðskiptavini við að komast yfir í hið nýja viðmót Dynamics 365 en það er nauðsynlegt að nefna að hið klassíska viðmót verður úrelt frá og með 1. desember 2020 og því fer hver að verða síðastur við að uppfæra í tíma.